Meetings

 

 

 

 

Vefstjórinn ykkar ætlar aðeins að fá að setja smá minningarflæði inn á þessa síðu frá starfsárinu 2010 - 2011 þar sem hún gengdi starfi umdæmisstjóra 109 A.

Kæru Emblur ég hefði aldrei getað þetta nema fyrir ykkar stuðning og uppeldi.

Heimsókn til Lkl. Suðra í Vík

Fyrsti svæðisfundur á svæðinu okkar númer 4 haldinn á Gömlu Borg, fengum kynningu á LCIF og Rauðu Fjaðrar verkefni sem var framundan.

 

Komin til Sydney í Ástralíu á alþjóðaþing sem var bæði mikil vinna en algjörlega ótrúleg upplifun.

Á fjölumdæmisþingi þar sem ég var kosin umdæmisstjóri, ótrúlegt að sjá hvað það eru margir félagar af okkar svæði þarna við stjórnvölin - segir okkur bara að við erum að vinna í svo sterkum klúbbum og eigum svo sterka svæðisstjóra sem halda okkur saman.

Eitt af því ánægjulegasta sem ég fékk að sinna í starfinu mínu var að koma að endurreisn kvennaklúbbs á Hornafirði Kolgrímu.   Þessi mynd er tekin á stofnskrárhátíð þeirra sem Lkl. Hornafjarðar stóð að af miklum myndarbrag.

Kristín að afhenda Söndru nýjum formanni í nýjum klúbbi fánann sinn ( eða okkar Við brúum bilið )

Kristín afhendir Sigurði formanni Lkl. Hornafjarðar og  Guðbrandi sérfræðingi þeirra í kvennamálum fána alþjóðaþings  frá Sidney.

Eitthvað að messa yfir þeim félögunum Sigurði og Guðbrandi

Viðurkenningar veittar.

Glæsilegur nýr formaður, ég gaf þeim styttu sem táknar vináttu kvenna.

Þetta er hún Svana mín.   Þessa fékk ég að gjöf frá Lkl. Svan á Breiðdalsvík,  ég náði því miður ekki að hitta þau á formlegum fundi en hitti stjórnina og ég fékk þessa yndislegu gjöf frá þeim.....Svana fylgdi mér í allar klúbbaheimsóknir þetta starfsár.

Á alþjóðaþingi, búin að fá gögn, merki, slæðu....tilbúin í skólann stelpan.

Kiddi minn fylgdi mér og það þurfti líka að merkja hann hægri vinstri.

Á alþjóðaþingi, Fjölli og Umbinn í B og A

Fyrsti vinnudagurinn, spúsan okkar Benjamíns fékk að vera með okkur þarna.

Hádegisverður, ég fékk númer og þurfti að vera með einhverjum, ég lenti einu sinni í því að borðfélagar mínir töluðu enga ensku, svo ég varð bara að borða og þegja.

Matarhlé....þessi talaði ensku, og talaði mikið.

Það voru alls konar móttökur og boð á alþjóðaþingi, þarna kynnist ég Lenu okkar Lappelinu.

Á alþjóðaþingi halda Skandinavísku umdæmin saman kynningarkvöld,  þarna var Abbaþema sem skemmtiatriði frá Svíþjóð.

Fyrsti skóladagurinn, með skólafélögum frá Englandi, Írlandi og Líbanon.

Skólasystkinin uppstillt að afloknum skóladegi.

Að afloknum skóla fórum við Benni í útskriftarveislu

Og svo kom að skrúðgöngudegi og minn þurfti að klæða sig upp í þessi trúðaföt eins og hann kallaði þetta.

Flott í búningnum.

Við Dagný klæddumst þjóðbúningum, en karlarnir okkar klæddust þessum (  trúðabúningi ) sam Skandinavíska búningi fyrir alþjóðlegu gönguna.

Eins og áður sagði að fara á alþjóðaþing er ótrúleg reynsla.   Lions starfar nú í 208 þjóðlöndum, við erum öll svo skemmtilega ólík að vinna að sömu markmiðum.    VIÐ LEGGJUM LIÐ.

Að upplifa svona alþjóðagöngu undir merkjum Lions með tugum þúsunda Lionsfélaga er stórkostleg upplifun,  við enduðum gönguna nálægt óperuhúsinu í Sydney og létum taka nokkrar myndir af okkur Íslenska hópnum þar.

Með einum af Lionskunningjum, við hittum þennan ágæta Lionsmann á þingi á Akranesi, hann tók sérstaklega eftir því hvað Emblur voru hressar og skemmtilegar -  hann er frá Nýja Sjálandi

Í Nýsjálensku boði, þarna var Guðrún okkar Björt Yngvadóttir ræðumaður kvöldsins og við ekkert smástolt af henni.

Skandinavískuu klúbbarnir héldu kynningu á löndum sínum og Lionsstarfi,  þarna erum við Benjamín að undirbúa ösku og hraunbita og greinilega komin mislangt í því að klæða sig upp á fyrir viðburðinn.

Verið að kynna land og þjóð

Benjamín umdæmisstjóri í B umdæmi, Kristín umdæmisstjóri í A umdæmi og Kristinn Fjölumdæmisstjóri

Kiddi minn með mér - held bara að hann sé pínu stoltur af sinni.

Dagný í Lkl. Úu og Kristín Lkl. Emblu á leið í fínt boð.

Guðrún Björt Yngvadóttir Lkl. Eik var kosinn í alþjóðastjórn á þessu þingi í Sydney, Íslenski hópurinn allur var ekki lítið stoltur af henni Guðrúnu okkar og ekki laust við að við fengjum öll gæsahúð af stolti.

Þarna eru "spúsur" hópsins að gefa henni Guðrúnu okkar smá gjöf, viðurkenningu, þakklæti og láta í ljós stolt af henni.

Íslenski hópurinn á leið á glæsikvöld.

Glæsikvöldið og þarna kynntumst við Lena ennþá betur.

Dagný snýr baki í okkur, Kristinn Fjölumdæmisstjóri, Benjamín Umdæmisstjóri, Lena sú finnska, Kristín umdæmisstjóri og Seppo eiginmaður Lenu

 

Uppstillingarmynd af glæsilega íslenska hópnum á alþjóðaþingi í Sydney

Það verður að viðurkennast að þetta voru stífir dagar í Ástralíu, en við Kiddi tókum einn frídag fyrir utan Sydney og þingsali síðasta daginn fyrir heimferð, heimsóttum vínræktarbændur og kengúrur.

Fjölumdæmisstjórinn okkar með börnunum sínum tveimur....sjáið þið alla gulu Lionsfánana, þetta var bara gaman að labba um og sjá hversu mikla athygli við fengum.     Stóra Lionshjartað var barmafullt af gleði og maður fylltist eldmóði.

Spúsan mín búin að kaupa sér KrókodílaDundee hatt, svolítið þreyttur að bíða eftir uppteknu konunni sinni.

Ég stóðst prófið, útskriftinn með kennaranum mínum.

Þessi mynd var tekin í Finnlandi á NSR þingi, þarna hitti ég Lenu aftur og vinkonu hennar í klúbbnum, þarna í raun ákváðum við að við yrðum vinkvennaklúbbar - Twin klúbbar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það eru til svo skemmtilegar myndir úr starfinu okkar, ég hef því miður ekki tækifæri til að setja það inn á myndasíðuna sem er hér tilsniðin, svo ég ætla að reyna að koma smá minningarflæði inn á þessa síðu sem ég kalla gamalt og gott

 Árið er 2010, dagurinn er 13. apríl - Þóranna okkar er formaður og haldinn er glæsilegur fundur í Þorlákshöfn.   Embla tekur inn 3 nýja félaga en þetta er líka kveðjufundur fyrir hana Diddu okkar sem nú hefur hætt störfum með okkur.

Dagrún, Ingibjörg, Guðrún og Þóranna formaður

Hinir glæsilegu nýju félagar okkar, Dagrún, Ingibjörg og Guðrún.

Unnur og Ingibjörg ( Didda okkar ) að stinga saman nefjum.

Kristín Björnsdóttir, Sigríður H Magnúsdóttir, Þóranna Ingólfsdóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir sem var því miður að hætta með okkur í starfinu, en þarna er formaðurinn að afhenda henni kveðjugjöf

Árið 2009 var merkilegt í starfi okkar, við héldum þing á Selfossi héldum upp á 20 ára afmæli, Guðríður var formaður - margir skemmtilegir fundir m.a. tískusýningar og vinkvennafundur.

 

 

 

Fræðslufundur 10 febrúar 2009 í Gesthúsum, Hrund Hjaltadóttir var með erindi

 

Nýr félagi tekinn inn Jóninna Hjartardóttir 28 mars 2009

 

 

Jólakortaframleiðslu og sölu hófum við árið 2008, við vorum svo heppnar að fá lista og lionsmanninn Jón Inga Sigurmundsson til liðs við okkur hann málar mynd og hefur gefið okkur til að setja á kortin.   Þetta hefur verið góð fjáröflun fyrir okkur allar götur síðan og í raun létt verk.....þegar margar hendur vinna saman - fislétt verk.

 

 

Úr ýmsum áttum frá starfi 2012-2013

Emblufundur 24.01.2012 þar sem tekinn var inn  nýr félagi hún  Þórdís okkar

Varaformaður kvaddi sér hljóðs og við fengum gjöf frá Finnlandi.

Seint og síðarmeir var barnið viðurkennt 50 ára og fékk forláta nælu af því tilefni.

Í formannstíð Þuríðar Fjólu eða árið 2012 var Kristínu Þorfinnsdóttur veitt Melvin Jones viðurkenning.

Þar sem ég er ekki alveg hlutlaus sem vefstjóri að setja inn gamlar myndir á síðuna okkar, verð ég bara að segja við ykkur kæru Emblurnar mínar, ég var djúpt snortin vægt til orða tekið og eins og þið sáuð á klæðaburði mínum kom þetta mér algjörlega í opna skjöldu.    TAKK mínar kæru, það hefur fátt glatt mig meira.

Þuríður Fjóla formaður, Guðríður meðmælandi Kristínar og Kristín Melvin Jones hafi.

Dr. Tam alþjóðaforseti kom í heimsókn til Íslands 2012.

Kristín Embla fékk viðurkenningu frá alþjóðaforseta á fjölumdæmisþinginu og við komum líka alþjóðaforseta á mynd með Emblu og Emblufána.

 

Lokafundurinn okkar 2012, flakkað um sveitir með langferðabíl að þessu sinni bara ein kvöldstund, en við flýttum okkur bara að hafa ennþá meira gaman á stuttum tíma.wink

 

 

 

 

Nokkrar myndir úr starfinu okkar 2009 - greinilega alltaf gaman saman smiley

 

 

20 ára afmælishátíð Emblu 10.03.2009

Fjölumdæmisþing sem við héldum með Lionsklúbbi Selfoss var ógleymanlegt og tókst í alla staði mjög vel.  Hér koma nokkrar myndir frá þinghaldinu.

 

Undirbúningurinn fyrir þingið var ekki síður skemmtilegur, sannaðist eins og alltaf - margar hendur vinna fislétt verk.

 

 

Jólafundur, hungurfundur, föndurfundur 2 desember 2008

 

 

Sonja var að senda mér þessar myndir þegar við gáfum dagvistun eldri borgara Árbliki saumavél og mettunarmæli.

Lokafundur 20089

 

 

Lokafundur 2008 í Golfskálanum.

Diskó 2005 og 2006

Emblur njóta veðurblíðu á þingi á Akranesi 2006 í góðra vina hópi

Þrifaverkefni í Sandgerði í nóvember 2006 - óvissuferð við héldum jafnvel að við værum að fara til Færeyja.

Svæðishátíð á Borg í Grím og Graf að hausti 2008

Diskó 2008

Góður og gagnlegur fundur með svæðisstjóranum okkar þann 22. apríl 2008

 

Hvunndagshetjan okkar valin og fékk viðurkenningu árið 2008  UNNUR EINARSDÓTTIR

 


Við Emblur erum kvennaklúbbur, en ég má til að birta þessa mynd hér.

Hann Kiddi minn  ( eiginmaður Kristínar Þorfinnsdóttur ) var svo viljugur til að aðstoða mig í starfi mínu fyrir Lions sem Umdæmisstjóri, keyrði mig um allt land, skrapp jafnvel með mig austur til Hornafjarðar, fékk að leggja sig einhversstaðar í sófa Lionsmanna meða ég fundaði og svo var hann tilbúinn til að keyra mig aftur heim,....ég efast um að ég hafi smurt nestið handa honum, hann varð bara að gera það sjálfur og keyra mig svo áfram á fullri ferð og nærast í leiðinni

Janúarfundur árið 2012  Nýr félagi Þórdís með meðmælanda sínum Helgu.

Janúarfundur 2012, Ingibjörg Jóna í ræðustól ( varaformaður )  örugglega að segja okkur frá frábærum árangri í jólakortasölunni sem er okkar mikilvægasta fjáröflun.

24. nóvember 2009 Heimsókn umdæmisstjóra Guðmundar Oddgeirssonar, afhendingar viðurkenninga

 

 

 


 

 

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter