Meetings

Á félagsfundi Víðarrs sl. miðvikudagskvöld voru félagsmálin á dagskrá. Vel mætt að venju; 31 félagi og gamall Víðarrsfélagi, Grímur Valdimarsson sem er að hugleiða að koma aftur til fylgis við sína gömlu hersveit.


Það er gaman að fá fyrrum félaga sem einhverra hluta vegna hafa hætt starfinu, taka við þá spjall og rifja upp gamla daga.
Formaður Jón Pálmason heldur uppi merki klúbbsins hvar og hvenær sem er og passar að hann standi í stykkinu sínu. Hann meðtók á dögunum þverhandarþykkt og breitt – barmmerki sem viðurkenningu fyrir gróðursetnignu klúbbsins á trjáplöntum. Þar hafði alþjóðaforsetinn sett sér það markmið að Lionshreyfingin gróðursetti 1.000.000 plöntur en Víðarr hefur nú þegar gróðursett á árinu 300 plöntur. Hitann og þungan af því starfi hefur okkar ágæti félagi, Haukur Helgason sem ekki aðeins þrammar um og tínir fræ og þroskar heldur og kemur hann þessu í jörðina með sóma þannig að í stað eyðisanda verður innan fárra ára yfir friðsælan skóg að horfa og í að koma með nesti sitt og nýja skó.


    Á myndinni sést formaður afhenda Hauki merkið veglega sem hann mun nú ganga með í barmi jakka síns a.m.k. út árið – og ætti því að vera sæmilega búinn.

Að loknu hefðbundnu nafnakalli með frammíköllum og skemmtilegheitum var tekið til matar síns – einhvers konar stroganoff og gott á bragðið. Víðarr býr svo vel að eiga haug af fyrsta flokks læknum – allt frá hæl og upp í haus og vöruðu þeir við að félagar söltuðu “Stroggann” allt of mikið – við værum orðnir feitir – með of háan blóðþrýsting og saltaustur gengi alls ekki upp. Undirritaður hætti við að saltið og fannst maturinn bragðdaufur.

Jón Briem fyrrverandi formaður “Ógnarstjórnar Víðarrs” í pontu og ræddi spaklega um styrktarverkefni klúbbsins. Jón er greinargóður maður og góðurmaður þar að auki og ber virðinguna með sér í hverju skrefi. Allir hlustuðu á hans málflutningi og fjallgrimm vissa fyrir því að tillögur hans verða teknar upp á nefndarfundi – enda ekkert smámál að ákveða hvert styrkir skulu renna.

Hér er Kristinn Bjarnason, tölvusérfræðingur Víðarrs í pontu og útskýrir heimasíðu klúbbsins sem hann hefur hannað og sett upp. Til að komast inn á síðuna skal slá inn likvidarr.com og þá blasa herlegheitin við – líkast því að vera kominn í annan heim eða í káetu sjóræningjaskipsstjóra 1587 eða svo. Kristinn útskýrði uppbyggingu síðunnar og alla þá möguleika sem hún gefur. Eru félagsmenn hvattir til að 1) opna síðuna 2) skoða myndir 3) lesa texta og 4) þeir flinkustu hvattir til að opna sem flesta linka og sjá fundargerðir og annan fróðleik um starfið.

Lions Clubs International News
Connect with Us Online
Twitter